Sjúkraþjálfun eftir heimsfaraldur Björn Hákon Sveinsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar