Væntanlegur fjöldi ferðamanna ekki aðalmálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 16:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira