Stórt en varfærið skref segir Katrín Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 15:43 Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu næstu skref, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira