Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 15:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir afléttingar á ferðatakmörkunum á fundi í Safnahúsinu nú klukkan þrjú. Í baksýn eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. Blaðamannafundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 15 í dag. Boðað var að þar yrðu kynntar afléttingar á ferðatakmörkunun, sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins frá því í mars. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví. Klippa: Ríkisstjórnin kynnir afléttingu ferðatakmarkana Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs Auk áðurnefndrar niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli er gert er ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. Þessi tímasetning er með fyrirvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldursins hérlendis og erlendis. Fyrirhugað er að veirufræðideild Landspítala Háskólasjúkrahúss annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir. Fyrirkomulagið verður endurmetið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranlegar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamærastöðvum. Grænland og Færeyjar tekin af listanum Katrín kynnti einnig á fundinum nú klukkan þrjú að sóttvarnalæknir hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví frá og með 15. maí, þ.e. næsta föstudag. Sú sóttkví verði útvíkkun á því sem hefur verið kallað Sóttkví B og mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni, svo sem kvikmyndagerðafólk, fréttamenn, vísindamenn og íþróttafólk. Nánari upplýsingar um Sóttkví B má nálgast hér. Þá hefur heilbrigðisráðherra fallist á tillögu þess efnis að taka Færeyjar og Grænland, þar sem veiran hefur ekki greinst lengi, af lista yfir hááhættusvæði. Öllum þeim, sem koma til Íslands frá löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði, sem hingað til hafa verið öll lönd, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu til landsins. Tilslakanir verða þannig gerðar á reglum um sóttkví fyrir þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. Blaðamannafundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 15 í dag. Boðað var að þar yrðu kynntar afléttingar á ferðatakmörkunun, sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins frá því í mars. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví. Klippa: Ríkisstjórnin kynnir afléttingu ferðatakmarkana Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs Auk áðurnefndrar niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli er gert er ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. Þessi tímasetning er með fyrirvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldursins hérlendis og erlendis. Fyrirhugað er að veirufræðideild Landspítala Háskólasjúkrahúss annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir. Fyrirkomulagið verður endurmetið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranlegar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamærastöðvum. Grænland og Færeyjar tekin af listanum Katrín kynnti einnig á fundinum nú klukkan þrjú að sóttvarnalæknir hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví frá og með 15. maí, þ.e. næsta föstudag. Sú sóttkví verði útvíkkun á því sem hefur verið kallað Sóttkví B og mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni, svo sem kvikmyndagerðafólk, fréttamenn, vísindamenn og íþróttafólk. Nánari upplýsingar um Sóttkví B má nálgast hér. Þá hefur heilbrigðisráðherra fallist á tillögu þess efnis að taka Færeyjar og Grænland, þar sem veiran hefur ekki greinst lengi, af lista yfir hááhættusvæði. Öllum þeim, sem koma til Íslands frá löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði, sem hingað til hafa verið öll lönd, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu til landsins. Tilslakanir verða þannig gerðar á reglum um sóttkví fyrir þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29
Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02