Segir Obama hafa átt að halda kjafti Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 12:18 Mitch McConnell, Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Epa Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira