Segir Obama hafa átt að halda kjafti Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 12:18 Mitch McConnell, Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Epa Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira