Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á blaðamannafundinum í gær. Getty/Drew Angerer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira