Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 07:14 Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira