Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 11. maí 2020 19:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun