„Hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 15:57 Bergsveinn lék alla leiki Fjölnis í Inkasso-deildinni í fyrra nema einn. vísir/bára Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37