Tækju Flynn aftur með opnum örmum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 22:25 Mike Pence, varaforseti, (t.v.) með Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, (t.h.) í febrúar árið 2017. Flynn entist innan við mánuð í starfi, skemur en nokkur annar þjóðaröryggisráðgjafi. Ástæðan fyrir afsögninni var sögð sú að hann laug að Pence og alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Vísir/EPA Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega. Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega.
Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54