Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2020 20:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira