Fyrirtæki í vanda með launa- og skattagreiðslur Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:10 Drungi yfir öllu á tímum kórónufaraldurs. Vísir/Vilhelm Nokkrir viðmælendur Vísis, sem eru með lítinn rekstur, segjast þurfa að gera ráðstafanir til að geta greitt virðisaukaskattinn sem er á gjalddaga næsta mánudag. Þá hafi launagreiðslur verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greiddar út að fullu í öllum tilfellum. Ástandið sé hreinlega fordæmalaust þar sem innkoma fyrirtækja hefur verið nánast engin síðustu daga og vikur. Ríkisskattstjóri sendi fyrirtækjum tilkynningu í gær þar sem minnt var á að næsti gjalddagi virðisaukaskatts er á mánudag, 6.apríl. Ólíkt staðgreiðslunni gera úrræði stjórnvalda ekki ráð fyrir frestun eða skiptingu á þessum greiðslum. Hins vegar verður ekki beitt álagi að þessu sinni vegna vanskila, en vextir eru að jafnaði 1% fyrstu tíu daga vanskila. Vextir greiðast þó ef virðisaukaskattur hefur ekki verið greiddur innan mánaðar frá gjalddaga og í þeim tilfellum reiknast dráttarvextir á ógreiddan virðisaukaskatt frá gjalddaga. Í tilkynningu ríkisskattstjóra er þeim fyrirtækjum sem kunna að eiga í greiðsluerfiðleikum bent á að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs til að leita samninga um greiðsludreifingu , sem af þessu má gera ráð fyrir að muni þá innifela vexti frá gjalddaga. Skil á skýrslunni mikilvæg Þá er sérstök athygli vakin á því að fyrirtæki skili inn virðisaukaskattskýrslunni enda séu fullnægjandi skil á henni eitt af skilyrðum þess að fyrirtæki geti sótt um að fresta skilum á afdreginni staðgreiðslu. Uppgjörstímabil virðisaukaskattsins til greiðslu á mánudag er fyrir tímabilið janúar og febrúar 2020. Eiga hvorki fyrir launum né skattagreiðslum „Ég sé það auðvitað í mínu starfi hvernig staðan verður erfiðari dag frá degi hjá þeim fyrirtækjum sem misstu allar sínar tekjur á augabragði,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri 3 Skref bókhaldsþjónustu á Facebooksíðu sinni í morgun. Hún hvetur fólk til að standa með fyrirtækjum og reyna að styðja við þau eins og kostur er. Þar bendir hún á að fleiri fyrirtæki en þau sem eru í ferðaþjónustu hafi orðið illa fyrir barðinu á kórónufaraldrinum. Nefnir hún sérstaklega hárgreiðslu- og snyrtistofur sem þurftu að loka í kjölfar herts samkomubanns. Þá segist Ingibjörg vita til þess að fyrirtæki hafi nýtt sér úrræði stjórnvalda um skert starfshlutfall án þess að hafa getað greitt út launin. „Margir nýta sér hlutastarfaleiðina frekar en að segja upp starfsfólki án þess þó að geta jafnvel borgað launin. Eða leiguna og annan fastan rekstrarkostnað. Það gæti hjálpað verulega mikið að kaupa núna vöru og þjónustu sem við svo nýtum seinna.“ Nokkrir viðmælendur Vísis sem eru með lítinn rekstur taka undir orð Ingibjargar. Segja sumir viðmælendur að greiðsludreifing á virðisaukaskattinum hefði getað nýst vel á meðan aðrir segja að það muni strax um, að geta greitt virðisaukaskattinn á mánaðartímabili án vaxta, samhliða því að hafa frestað greiðslum staðgreiðslu. Launagreiðslur hafi verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greidd út að fullu í sumum tilfellum. Að sögn þessara viðmælenda hefur sala aldrei verið jafn lítil og síðustu daga og vikur og enginn tími sambærilegur í rekstrinum hvað það varðar. „Maður hrekkur hreinlega í kút ef einhver viðskiptavinur slæðist hingað inn,“ sagði einn viðmælandi. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Nokkrir viðmælendur Vísis, sem eru með lítinn rekstur, segjast þurfa að gera ráðstafanir til að geta greitt virðisaukaskattinn sem er á gjalddaga næsta mánudag. Þá hafi launagreiðslur verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greiddar út að fullu í öllum tilfellum. Ástandið sé hreinlega fordæmalaust þar sem innkoma fyrirtækja hefur verið nánast engin síðustu daga og vikur. Ríkisskattstjóri sendi fyrirtækjum tilkynningu í gær þar sem minnt var á að næsti gjalddagi virðisaukaskatts er á mánudag, 6.apríl. Ólíkt staðgreiðslunni gera úrræði stjórnvalda ekki ráð fyrir frestun eða skiptingu á þessum greiðslum. Hins vegar verður ekki beitt álagi að þessu sinni vegna vanskila, en vextir eru að jafnaði 1% fyrstu tíu daga vanskila. Vextir greiðast þó ef virðisaukaskattur hefur ekki verið greiddur innan mánaðar frá gjalddaga og í þeim tilfellum reiknast dráttarvextir á ógreiddan virðisaukaskatt frá gjalddaga. Í tilkynningu ríkisskattstjóra er þeim fyrirtækjum sem kunna að eiga í greiðsluerfiðleikum bent á að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs til að leita samninga um greiðsludreifingu , sem af þessu má gera ráð fyrir að muni þá innifela vexti frá gjalddaga. Skil á skýrslunni mikilvæg Þá er sérstök athygli vakin á því að fyrirtæki skili inn virðisaukaskattskýrslunni enda séu fullnægjandi skil á henni eitt af skilyrðum þess að fyrirtæki geti sótt um að fresta skilum á afdreginni staðgreiðslu. Uppgjörstímabil virðisaukaskattsins til greiðslu á mánudag er fyrir tímabilið janúar og febrúar 2020. Eiga hvorki fyrir launum né skattagreiðslum „Ég sé það auðvitað í mínu starfi hvernig staðan verður erfiðari dag frá degi hjá þeim fyrirtækjum sem misstu allar sínar tekjur á augabragði,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri 3 Skref bókhaldsþjónustu á Facebooksíðu sinni í morgun. Hún hvetur fólk til að standa með fyrirtækjum og reyna að styðja við þau eins og kostur er. Þar bendir hún á að fleiri fyrirtæki en þau sem eru í ferðaþjónustu hafi orðið illa fyrir barðinu á kórónufaraldrinum. Nefnir hún sérstaklega hárgreiðslu- og snyrtistofur sem þurftu að loka í kjölfar herts samkomubanns. Þá segist Ingibjörg vita til þess að fyrirtæki hafi nýtt sér úrræði stjórnvalda um skert starfshlutfall án þess að hafa getað greitt út launin. „Margir nýta sér hlutastarfaleiðina frekar en að segja upp starfsfólki án þess þó að geta jafnvel borgað launin. Eða leiguna og annan fastan rekstrarkostnað. Það gæti hjálpað verulega mikið að kaupa núna vöru og þjónustu sem við svo nýtum seinna.“ Nokkrir viðmælendur Vísis sem eru með lítinn rekstur taka undir orð Ingibjargar. Segja sumir viðmælendur að greiðsludreifing á virðisaukaskattinum hefði getað nýst vel á meðan aðrir segja að það muni strax um, að geta greitt virðisaukaskattinn á mánaðartímabili án vaxta, samhliða því að hafa frestað greiðslum staðgreiðslu. Launagreiðslur hafi verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greidd út að fullu í sumum tilfellum. Að sögn þessara viðmælenda hefur sala aldrei verið jafn lítil og síðustu daga og vikur og enginn tími sambærilegur í rekstrinum hvað það varðar. „Maður hrekkur hreinlega í kút ef einhver viðskiptavinur slæðist hingað inn,“ sagði einn viðmælandi.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira