FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 13:34 Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. Vísir/Getty Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn. Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn.
Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00
Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02
Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45