„Hvað var planið hjá Gústa í fyrra?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. maí 2020 13:30 Spekingarnir voru ekki sammála um stefnu Blika í fyrra. vísir/s2s Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira