ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 15:12 Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Vísir/getty Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira