Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 21:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á síðustu leiktíð. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira