Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 21:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á síðustu leiktíð. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira