Misnotkun á opinberum styrkjum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 8. maí 2020 07:30 Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar