33 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á sex vikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 23:30 Þessi búð í Michigan-ríki Bandaríkjanna er lokuð, eins og svo margar aðrar. AP/Paul Sancya) 33 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á síðustu sex vikum. Þeim sem sækja um atvinnuleysisbætur fækkar á milli vikna, en tölurnar eru enn gríðarlegar háar. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í apríl hafi verið fimmtán prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu vinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar segir að frá því um miðjan mars hafi tuttugu prósent vinnuaflsins í Bandaríkjunum sótt um atvinnuleysisbætur. Alls sóttu 6,9 milljónir um atvinnuleysisbætur í einni viku í mars en sú tala hefur farið lækkandi en í síðustu viku sóttu 3,2 milljónir manna um bætur. Nýjar atvinnuleysistölur verða birtar á morgun og er gert ráð fyrir að sú mynd sem muni birtast þar verði sú dekksta frá því Kreppunni miklu á þriðja áratug síðustu aldar. Talið er að 21 milljón starfa hafi tapist í síðasta mánuði, sem myndi þýða að nær öll þau störf sem sköpuð hafa verið frá lokum fjármálakreppunnar 2008 og 2009 hafi tapast á einum mánuði, að því er segir í frétt AP Líkt og víða um heim hafa mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum dregið seglin mjög saman vegna kórónuveirufaraldursins sem skollið hefur harkalega á Bandaríkjunum þar sem 1,2 milljónir manna hafa greinst með veiruna og 68 þúsund látist. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
33 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á síðustu sex vikum. Þeim sem sækja um atvinnuleysisbætur fækkar á milli vikna, en tölurnar eru enn gríðarlegar háar. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í apríl hafi verið fimmtán prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu vinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar segir að frá því um miðjan mars hafi tuttugu prósent vinnuaflsins í Bandaríkjunum sótt um atvinnuleysisbætur. Alls sóttu 6,9 milljónir um atvinnuleysisbætur í einni viku í mars en sú tala hefur farið lækkandi en í síðustu viku sóttu 3,2 milljónir manna um bætur. Nýjar atvinnuleysistölur verða birtar á morgun og er gert ráð fyrir að sú mynd sem muni birtast þar verði sú dekksta frá því Kreppunni miklu á þriðja áratug síðustu aldar. Talið er að 21 milljón starfa hafi tapist í síðasta mánuði, sem myndi þýða að nær öll þau störf sem sköpuð hafa verið frá lokum fjármálakreppunnar 2008 og 2009 hafi tapast á einum mánuði, að því er segir í frétt AP Líkt og víða um heim hafa mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum dregið seglin mjög saman vegna kórónuveirufaraldursins sem skollið hefur harkalega á Bandaríkjunum þar sem 1,2 milljónir manna hafa greinst með veiruna og 68 þúsund látist.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira