9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 19:24 Fjármála- og efnahagsráðuneytið vann sviðsmyndagreiningu um efnahagshorfur í apríl. Forsendur sem slíkar sviðsmyndagreiningar byggja á geta breyst hratt á þeim óvissutímum sem uppi eru. Vísir/Vilhelm Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira