Teiknaði upp tíu sviðsmyndir af fótboltasumrinu: „Væri hissa ef þetta rennur smurt í gegn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Birkir fer yfir hvernig fótboltasumarið 2020 muni fara fram. vísir/s2s KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira
KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira