Verða ákærðir fyrir valdaránstilraun í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 15:02 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, á blaðamannafundi í gær. AP/Forsetaembætti Venesúela Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela. Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela.
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira