Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 12:08 Fjármálaráðherra spyr hvar þeir hafi verið sem ekki sjái þær breytingar á stöðu efnahagsmála sem átt hafi sér stað vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að þeir sem sjái ekki þær breytingar sem orðið hafi í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar séu ekki raunveruleikatengdir. Varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum standi tæpt og ekki svigrúm til að semja um meira. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun vísaði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði sagt í fjölmiðlum að forsendur lífskjarasamninganna stæðu tæpt og augljóst að ekki væri mikið svigrúm til að mæta kröfum sem nú væru uppi í kjaradeilum. Halldóra Mogensen segir nægt svigrúm til aðgerða fyrir fyrirtæki en þegar komi að launum fólks í grunnstoðum samfélagsins sé svigrúmið ekkert.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera gríðarlegt svigrúm til að koma til móts við kröfur stærstu fyrirtækja í landinu. Að greiða hlutabætur og uppsagnarfrest fyrir starfsfólkið svo fyrirtækin þurfi ekki að bera kostnaðinn af því. En þegar kemur að svigrúmi til að greiða fólki sem sinnir ómissandi grunnþjónustu í landinu sanngjörn laun þá er svigrúmið allt í einu ekki neitt,” sagði Halldóra. „Ég spyr nú háttvirtan þingmann bara; hvar hefur þú verið. Átta menn sig ekki á því sem er að gerast á Íslandi? Við erum að tapa á þessu ári, umfram það sem við héldum að yrði halli ársins, tvö hundruð og fimmtíu milljörðum eða eitthvað slíkt,” sagði Bjarni. Sem væri tvöföld sú fjárhæð sem stjórnvöld hafi ætlað að setja í höfuðborgarpakkann til ársins 2033 sem mörgum hafi þótt nóg um. „Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að lífskjarasamningunum. Þeir hafi verið gerðir með stuðningi stjórnvalda á forsendum sem þá voru. Nú séu hins vegar uppi kröfur um meira en þeir samningar gáfu. Hann hafi sagt að þrátt fyrir að þær forsendur hafi breyst í grundvallaratriðum, hafi enn fram á þennan dag verið gerðir samningar sem taki mið af þeim. Fjármálaráðherra efast um raunveruleikaskyn þeirra sem ekki sjá að varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum stendur tæpt og ekki hægt að semja um meira.Vísir/Vilhelm „Þeir sem ekki sjá að það er ekki svigrúm til að ganga lengra en lífskjarasamningarnir í nýjum kjarasamningum eru einfaldlega ekki raunveruleikatengdir. Við erum í varnarbaráttu. Við erum að reyna að verja það sem gert var í lífskjarasamningunum og það stendur tæpt,” sagði Bjarni „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun,” og hugmyndafræði sagði Halldóra. Það ætti greinilega ekki að setja í forgang að greiða mannsæmandi laun til stétta sem reynslan sýni að samfélagið hrynji án. „Hvernig stendur á því að svigrúmir er endalaust þegar kemur að björgunaraðgerðum fyrir fyrirtæki í þeirri varnarbaráttu. En þegar kemur að varnarbaráttu fyrir grunnstoðir samfélagsins. Fyrir fólk sem vinnur ómissandi grunnþjónustu í samfélaginu . Þá er svigrúmið ekki neitt. Þetta elur á óánægju, streitu, veikindum að meta fólk ekki af verðleikum. Þetta grefur undan grunnstoðum samfélagsins og ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað kostar það,” sagði Halldóra Mogensen. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Fjármálaráðherra segir nýfellda kjarasaminga hjúkrunarfræðinga vera gott veganesti til samninganefnda til að ljúka samningum sem báðir aðilar geti sætt sig við. 30. apríl 2020 17:21 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þeir sem sjái ekki þær breytingar sem orðið hafi í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar séu ekki raunveruleikatengdir. Varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum standi tæpt og ekki svigrúm til að semja um meira. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun vísaði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði sagt í fjölmiðlum að forsendur lífskjarasamninganna stæðu tæpt og augljóst að ekki væri mikið svigrúm til að mæta kröfum sem nú væru uppi í kjaradeilum. Halldóra Mogensen segir nægt svigrúm til aðgerða fyrir fyrirtæki en þegar komi að launum fólks í grunnstoðum samfélagsins sé svigrúmið ekkert.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera gríðarlegt svigrúm til að koma til móts við kröfur stærstu fyrirtækja í landinu. Að greiða hlutabætur og uppsagnarfrest fyrir starfsfólkið svo fyrirtækin þurfi ekki að bera kostnaðinn af því. En þegar kemur að svigrúmi til að greiða fólki sem sinnir ómissandi grunnþjónustu í landinu sanngjörn laun þá er svigrúmið allt í einu ekki neitt,” sagði Halldóra. „Ég spyr nú háttvirtan þingmann bara; hvar hefur þú verið. Átta menn sig ekki á því sem er að gerast á Íslandi? Við erum að tapa á þessu ári, umfram það sem við héldum að yrði halli ársins, tvö hundruð og fimmtíu milljörðum eða eitthvað slíkt,” sagði Bjarni. Sem væri tvöföld sú fjárhæð sem stjórnvöld hafi ætlað að setja í höfuðborgarpakkann til ársins 2033 sem mörgum hafi þótt nóg um. „Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að lífskjarasamningunum. Þeir hafi verið gerðir með stuðningi stjórnvalda á forsendum sem þá voru. Nú séu hins vegar uppi kröfur um meira en þeir samningar gáfu. Hann hafi sagt að þrátt fyrir að þær forsendur hafi breyst í grundvallaratriðum, hafi enn fram á þennan dag verið gerðir samningar sem taki mið af þeim. Fjármálaráðherra efast um raunveruleikaskyn þeirra sem ekki sjá að varnarbarátta fyrir lífskjarasamningunum stendur tæpt og ekki hægt að semja um meira.Vísir/Vilhelm „Þeir sem ekki sjá að það er ekki svigrúm til að ganga lengra en lífskjarasamningarnir í nýjum kjarasamningum eru einfaldlega ekki raunveruleikatengdir. Við erum í varnarbaráttu. Við erum að reyna að verja það sem gert var í lífskjarasamningunum og það stendur tæpt,” sagði Bjarni „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun,” og hugmyndafræði sagði Halldóra. Það ætti greinilega ekki að setja í forgang að greiða mannsæmandi laun til stétta sem reynslan sýni að samfélagið hrynji án. „Hvernig stendur á því að svigrúmir er endalaust þegar kemur að björgunaraðgerðum fyrir fyrirtæki í þeirri varnarbaráttu. En þegar kemur að varnarbaráttu fyrir grunnstoðir samfélagsins. Fyrir fólk sem vinnur ómissandi grunnþjónustu í samfélaginu . Þá er svigrúmið ekki neitt. Þetta elur á óánægju, streitu, veikindum að meta fólk ekki af verðleikum. Þetta grefur undan grunnstoðum samfélagsins og ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað kostar það,” sagði Halldóra Mogensen.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19 Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Fjármálaráðherra segir nýfellda kjarasaminga hjúkrunarfræðinga vera gott veganesti til samninganefnda til að ljúka samningum sem báðir aðilar geti sætt sig við. 30. apríl 2020 17:21 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. 6. maí 2020 19:19
Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15
Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18
Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42
Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Fjármálaráðherra segir nýfellda kjarasaminga hjúkrunarfræðinga vera gott veganesti til samninganefnda til að ljúka samningum sem báðir aðilar geti sætt sig við. 30. apríl 2020 17:21