Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00