1700 farþegar flugu með Icelandair í apríl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 16:52 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur Icelandair. Vísir/vilhelm Aðeins 1700 farþegar flugu með Icelandair í aprílmánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. Í apríl í fyrra flugu 318 þúsund farþegar með Icelandair og er samdrátturinn því 99% á milli ára. Heildarframboð minnkaði einnig um 97% á milli ára og þá var sætanýting félagsins 13% borið við 83,7% í apríl 2019. Þá fækkaði farþegum Air Iceland Connect einnig mikið á milli ára eða um 91% en fleiri flugu með Air Iceland Connect heldur en Icelandair í apríl, eða alls 1970 farþegar: „Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var rúmlega 1.970 í aprílmánuði og fækkaði um 91% á milli ára. Framboð minnkaði um 87% og var sætanýting 46,2% samanborið við 69% í apríl 2019. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 75% í marsmánuði. Fraktflutningar drógust minna saman, eða um 37%. Á helstu flutningaleiðum hefur allt framboð verið að fullu nýtt og samdrætti í farþegaflugi verið mætt með auka ferðum af fraktvélum félagsins til Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig hefur félagið náð að tryggja útflutning og verðmæti sjávarafurða og annarra útflutningsvara og flutt inn nauðsynjavörur til Íslands. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Icelandair Group einnig tekið að sér ýmis sérverkefni. Þar má nefna flutning á vörum frá Kína fyrir íslenska heilbrigðiskerfið í samstarfi DB Schenker og og nú er flogið nær daglega með lækninga- og hjúkrunarvörur frá Kína til Þýskalands fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Þá eru auk þess nokkur samskonar flug frá Kína til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Þessi verkefni munu koma fram í flutningstölum fyrir maímánuð,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðeins 1700 farþegar flugu með Icelandair í aprílmánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. Í apríl í fyrra flugu 318 þúsund farþegar með Icelandair og er samdrátturinn því 99% á milli ára. Heildarframboð minnkaði einnig um 97% á milli ára og þá var sætanýting félagsins 13% borið við 83,7% í apríl 2019. Þá fækkaði farþegum Air Iceland Connect einnig mikið á milli ára eða um 91% en fleiri flugu með Air Iceland Connect heldur en Icelandair í apríl, eða alls 1970 farþegar: „Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var rúmlega 1.970 í aprílmánuði og fækkaði um 91% á milli ára. Framboð minnkaði um 87% og var sætanýting 46,2% samanborið við 69% í apríl 2019. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 75% í marsmánuði. Fraktflutningar drógust minna saman, eða um 37%. Á helstu flutningaleiðum hefur allt framboð verið að fullu nýtt og samdrætti í farþegaflugi verið mætt með auka ferðum af fraktvélum félagsins til Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig hefur félagið náð að tryggja útflutning og verðmæti sjávarafurða og annarra útflutningsvara og flutt inn nauðsynjavörur til Íslands. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Icelandair Group einnig tekið að sér ýmis sérverkefni. Þar má nefna flutning á vörum frá Kína fyrir íslenska heilbrigðiskerfið í samstarfi DB Schenker og og nú er flogið nær daglega með lækninga- og hjúkrunarvörur frá Kína til Þýskalands fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Þá eru auk þess nokkur samskonar flug frá Kína til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Þessi verkefni munu koma fram í flutningstölum fyrir maímánuð,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira