Titlarnir blikna í samanburði við alla vináttuna Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 23:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir segir sigurinn gegn Haukum 2016 í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sinn besta sigur. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum