Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 15:00 Helder Costa og félagar í Leeds United fagna marki. Getty/George Wood Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira