Fjölga þarf fjárfestum Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2019 21:00 Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“ Markaðir Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“
Markaðir Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira