Ekki góð nótt fyrir Los Angeles liðin í NBA deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 07:30 Giannis Antetokounmpo var frábær á móti Los Angeles Lakers í nótt. AP/Morry Gash Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111 NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111
NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira