Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 13:43 Mál konunnar fær nú efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“ Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira