Hafa þrisvar lokað vegna veggjalúsa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2019 23:15 Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín. Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín.
Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira