Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 20:15 Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“ Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03