Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 20:15 Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“ Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03