Kvikmyndahúsum barst óvænt tilkynning frá framleiðendum Cats sem gagnrýnendur hafa leitt til slátrunar Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 09:43 Söngkonan Taylor Swift leikur í Cats. Universal Myndverið Universal sendi tilkynningu á þúsundir kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum á föstudag til að segja þeim frá því að von væri á uppfærðri útgáfu af söngvamyndinni Cats. Hafði myndverið tekið þá ákvörðun að láta tæknimenn lagfæra tæknibrellur í myndinni, en miðlar vestanhafs segja það nánast óþekkt að slíkt sé gert þegar mynd er komin í sýningu. Myndinni hefur bókstaflega verið slátrað af gagnrýnendum. Er myndin byggð á langlífum söngleik Andrew Lloyd-Webber og skartar fjölda stórstjarna í aðalhlutverkum. Þar á meðal Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellan, Taylor Swift, Francesca Hayward, Jennifer Hudson, Rebel Wilson og James Corden. Er búið að tölvugera leikarana sem mennska ketti en þegar fyrsta stiklan var frumsýnd fyrir nokkru áttu netverjar vart orð yfir útliti aðalpersóna myndarinnar. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði útlit kattanna nánast hrollvekjandi. Gagnrýnandi Vanity Fair sagðist hafa fleiri spurningar en svör eftir að hafa horft á myndina. Hann líkti myndinni við villikött sem lyktar illa og ætti alls ekki að fara inn á heimilið þitt. Sá sem gagnrýndi myndina fyrir New York Times sagði það vera efni í doktorsverkefni hvernig þessi mynd varð að veruleika. Myndin var frumsýnd á föstudag vestanhafs og tók inn um 2,6 milljónir dollara á fyrsta deginum. Leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Tom Hopper en hann hefur verið frekar hreinskilinn um það við fjölmiðla að framleiðendur myndarinnar voru á síðasta snúningi við að klára tæknibrellur myndarinnar fyrir forsýningu hennar 16. desember síðastliðinn. Gagnrýnendur meta myndina 19 prósent ferska á vef Rotten Tomatoes, sem er frekar lág einkunn. Þar er tekið saman samdóma álit gagnrýnenda sem segja myndina ógurleg mistök og að áhorfendur muni þrá ekkert annað en að komast út úr sýningarsalnum. Áhorfendur meta myndina þó 62 prósent ferska. Myndin verður frumsýnd 26. desember hér á landi. Hollywood Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Myndverið Universal sendi tilkynningu á þúsundir kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum á föstudag til að segja þeim frá því að von væri á uppfærðri útgáfu af söngvamyndinni Cats. Hafði myndverið tekið þá ákvörðun að láta tæknimenn lagfæra tæknibrellur í myndinni, en miðlar vestanhafs segja það nánast óþekkt að slíkt sé gert þegar mynd er komin í sýningu. Myndinni hefur bókstaflega verið slátrað af gagnrýnendum. Er myndin byggð á langlífum söngleik Andrew Lloyd-Webber og skartar fjölda stórstjarna í aðalhlutverkum. Þar á meðal Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellan, Taylor Swift, Francesca Hayward, Jennifer Hudson, Rebel Wilson og James Corden. Er búið að tölvugera leikarana sem mennska ketti en þegar fyrsta stiklan var frumsýnd fyrir nokkru áttu netverjar vart orð yfir útliti aðalpersóna myndarinnar. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði útlit kattanna nánast hrollvekjandi. Gagnrýnandi Vanity Fair sagðist hafa fleiri spurningar en svör eftir að hafa horft á myndina. Hann líkti myndinni við villikött sem lyktar illa og ætti alls ekki að fara inn á heimilið þitt. Sá sem gagnrýndi myndina fyrir New York Times sagði það vera efni í doktorsverkefni hvernig þessi mynd varð að veruleika. Myndin var frumsýnd á föstudag vestanhafs og tók inn um 2,6 milljónir dollara á fyrsta deginum. Leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Tom Hopper en hann hefur verið frekar hreinskilinn um það við fjölmiðla að framleiðendur myndarinnar voru á síðasta snúningi við að klára tæknibrellur myndarinnar fyrir forsýningu hennar 16. desember síðastliðinn. Gagnrýnendur meta myndina 19 prósent ferska á vef Rotten Tomatoes, sem er frekar lág einkunn. Þar er tekið saman samdóma álit gagnrýnenda sem segja myndina ógurleg mistök og að áhorfendur muni þrá ekkert annað en að komast út úr sýningarsalnum. Áhorfendur meta myndina þó 62 prósent ferska. Myndin verður frumsýnd 26. desember hér á landi.
Hollywood Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein