Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 11:49 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur sætt spurningum um hæfi sitt vegna náinna tengsla við útgerðarrisann Samherja. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson ætlar að sitja áfram sem sjávarútvegsráðherra og gerir lítið úr gagnrýni stjórnarandstöðunnar á veru hans í embættinu vegna tengsla hans við Samherja. Ráðherrann segir ákvörðun sína um að segja sig frá fjórum málum tengdum Samherja byggða á þeim forsendum sem hann setti sér þegar hann tók við embættinu. Ráðherrann fór yfir ákvörðunina í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sig frá fjórum málum sem varða stjórnsýslukærur á hendur Samherja. Þar á meðal er kæra vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar á fiskeldi Samherja í Öxarfirði. Hann sagði flestar ákvarðanir teknar af stofnunum, ekki ráðuneytum. „Þegar þetta gerist síðan og koma til einhverjar ákvarðanir sem ráðuneytin þurfa að taka sem gerist iðulega þekkist það bara úr sögunni, og við þekkjum dæmi þess að aðrir ráðherrar núna í þessari ríkisstjórn og fyrri stjórnum óska á stundum eftir því að staðgenglar taki ákvarðanir í einstökum málum til að leyfa þeim að njóta vafans við slíka ákvörðun,“ sagði Kristján Þór. Lagt hefur verið til í ríkisstjórn að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, verði staðgengill Kristjáns Þórs við meðferð kæranna. Þessar stjórnsýslukærur varða ekki mál Samherja í Namibíu. Fyrirtækið er sakað um að hafa greitt þarlendum stjórnmálamönnum mútur til að tryggja sér fiskveiðiheimildir. „Ég hét því og lofaði því og gerði það opinbert 12. desember 2017 fyrir tveimur árum þegar ég tók við þessu embætti að þennan hátt myndi ég hafa á varðandi það ef einstök mál bæru upp á mitt borð sem sjávarútvegsráðherra og tengdust þessu fyrirtæki, vegna bara fyrri sögu og tengsla, þá myndi ég hafa þann háttinn á að meta það í hvert sinn hæfi mitt til þess að taka ákvarðanir í því,“ sagði hann. Hann sagðist hafa verið upplýstur um eina kæru sem varðaði skipið Kleifarberg í sinni tíð sem sjávarútvegsráðherra. Hann hafði þó enga aðkomu að því máli. Segir ekkert nýtt varðandi hæfi hans gagnvart Samherja Kristján sagði að það væri gott að hann stigi til hliðar í þessum fjórum málum svo enginn vafi væri um hlutlægni. „Það er hins vegar uppi núna raddir í pólitíkinni sem eru allt annars eðlis og hafa í raun ekkert með stjórnsýsluna að gera heldur eru fyrst og fremst pólitík. Við heyrum það frá stjórnarandstöðunni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst pólitík. Það er ekkert nýtt varðandi hæfi mitt tengdu Samherja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfirlýsingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekkert nýtt í málinu, ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Kristján Þór. Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson ætlar að sitja áfram sem sjávarútvegsráðherra og gerir lítið úr gagnrýni stjórnarandstöðunnar á veru hans í embættinu vegna tengsla hans við Samherja. Ráðherrann segir ákvörðun sína um að segja sig frá fjórum málum tengdum Samherja byggða á þeim forsendum sem hann setti sér þegar hann tók við embættinu. Ráðherrann fór yfir ákvörðunina í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sig frá fjórum málum sem varða stjórnsýslukærur á hendur Samherja. Þar á meðal er kæra vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar á fiskeldi Samherja í Öxarfirði. Hann sagði flestar ákvarðanir teknar af stofnunum, ekki ráðuneytum. „Þegar þetta gerist síðan og koma til einhverjar ákvarðanir sem ráðuneytin þurfa að taka sem gerist iðulega þekkist það bara úr sögunni, og við þekkjum dæmi þess að aðrir ráðherrar núna í þessari ríkisstjórn og fyrri stjórnum óska á stundum eftir því að staðgenglar taki ákvarðanir í einstökum málum til að leyfa þeim að njóta vafans við slíka ákvörðun,“ sagði Kristján Þór. Lagt hefur verið til í ríkisstjórn að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, verði staðgengill Kristjáns Þórs við meðferð kæranna. Þessar stjórnsýslukærur varða ekki mál Samherja í Namibíu. Fyrirtækið er sakað um að hafa greitt þarlendum stjórnmálamönnum mútur til að tryggja sér fiskveiðiheimildir. „Ég hét því og lofaði því og gerði það opinbert 12. desember 2017 fyrir tveimur árum þegar ég tók við þessu embætti að þennan hátt myndi ég hafa á varðandi það ef einstök mál bæru upp á mitt borð sem sjávarútvegsráðherra og tengdust þessu fyrirtæki, vegna bara fyrri sögu og tengsla, þá myndi ég hafa þann háttinn á að meta það í hvert sinn hæfi mitt til þess að taka ákvarðanir í því,“ sagði hann. Hann sagðist hafa verið upplýstur um eina kæru sem varðaði skipið Kleifarberg í sinni tíð sem sjávarútvegsráðherra. Hann hafði þó enga aðkomu að því máli. Segir ekkert nýtt varðandi hæfi hans gagnvart Samherja Kristján sagði að það væri gott að hann stigi til hliðar í þessum fjórum málum svo enginn vafi væri um hlutlægni. „Það er hins vegar uppi núna raddir í pólitíkinni sem eru allt annars eðlis og hafa í raun ekkert með stjórnsýsluna að gera heldur eru fyrst og fremst pólitík. Við heyrum það frá stjórnarandstöðunni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst pólitík. Það er ekkert nýtt varðandi hæfi mitt tengdu Samherja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfirlýsingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekkert nýtt í málinu, ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Kristján Þór.
Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30