Jólakveðja Arnar Sveinn Geirsson skrifar 22. desember 2019 13:35 Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Jól Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun