Sport

Clijsters snýr aftur í mars

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hin belgíska Clijsters var mjög öflug þegar hún var upp á sitt besta
Hin belgíska Clijsters var mjög öflug þegar hún var upp á sitt besta Mynd/Nordic Photos/Getty

Kim Clijsters ætlar að snúa aftur á tennisvöllinn í mars, meira en sjö árum eftir að hún setti spaðann á hilluna í annað sinn.

Clijsters greindi frá því í gær, mánudag, að hún hefði þegið boð um að taka þátt á Monterrey Open mótinu sem haldið er í Mexíkó í byrjun mars.

Clijsters var efsta kona heimslistans um tíma og hefur hún unnið fjóra risatitla.

Hún greindi frá því í september að hún ætlaði að reyna að snúa aftur en varð fyrir meiðslum á hné í nóvember sem settu strik í áætlanir hennar.

Clijsters setti spaðann upphaflega á hilluna árið 2007, gifti sig og eignaðist sitt fyrsta barn. Hún snéri aftur tveimur árum síðar og vann tvo risatitla áður en hún hætti aftur árið 2012.


Tengdar fréttir

Clijsters snýr aftur á tennisvöllinn

Belgíska tennisstjarnan Kim Clijsters ætlar að snúa aftur í íþróttina eftir að hafa haft spaðann á hillunni í sjö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×