Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, búsáhöld og frídagar Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 15:00 Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent