Íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal komast ekki á leigumarkað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. desember 2019 19:33 Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira