Brighton vann 2-0 sigur á Bournemouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Með sigrinum komst Brighton upp í 13. sæti deildarinnar. Bournemouth er í því sextánda.
Eftir aðeins þriggja mínútna leik kom Alireza Jahanbakhsh Brighton yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Hann átti erfitt með leyna tilfinningum sínum eftir markið langþráða og felldi tár.
Dan Burn kom Brighton í 2-0 á 58. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu með hjálp myndbandstækni.
Heimamenn létu það ekki á sig fá og Aaron Mooy skoraði annað mark þeirra á 79. mínútu. Lokatölur 2-0, Brighton í vil.
Brighton vann suðurstrandarslaginn

Tengdar fréttir

Felldi tár eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Brighton
Alireza Jahanbakhsh átti erfitt með sig eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Brighton.