Hvetur fólk til að reyna að nýta útrunnin gjafabréf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. desember 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur. Neytendur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur.
Neytendur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira