Tvískinnungur barnaverndarnefnda Sævar Þór Jónsson skrifar 28. desember 2019 07:00 Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Fjölskyldumál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun