„Hættuspil“ að vera með ótryggða sjálfboðaliða í vinnu Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. desember 2019 21:30 Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00