Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 10:55 Björgunarsveitir eru reiðubúnar víða um land. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“ Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“
Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent