Björgunarsveitarfólk tilbúið að taka á móti mesta skellinum í veðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 16:55 Björgunarsveitarmenn reyna að bjarga skilti við Bryggjuna brugghús úti á Granda. vísir/sigurjón Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15