Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. desember 2019 19:36 Ekki er víst hvenær rafmagn kemst aftur á í Húnavatnssýslu og Skagafirði. stöð 2 Appelsínugul veðurviðvörun tók í gildi klukkan sjö í morgun á Norðurlandi Vestra og tók veður að versna. Mikil ofankoma fylgir lægðinni og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á svæðinu í hádegisfréttum Bylgjunnar að snjódýpt í fjöllum gæti náð allt að þremur metrum. Hann sagði einnig að gangi spár eftir verði veðrið það versta í manna minnum. Verkefnum björgunarsveita á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum tók að fjölga upp úr hádegi en rauð veðurviðvörun var sett á Norðurland vestra, Norðurland eystra og á Strandir. Ekki er búist við að óveðrið gangi niður að öllu leyti fyrr en í fyrsta lagi á hádegi á morgun. Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. „Þetta hefur gegnið ágætlega hjá viðbragðsaðilum í dag. Viðbragðsaðilar voru búnir að undirbúa sig í dag og vissu alveg á hverju þeir áttu von,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ekkert stórt hefur komið upp enn sem komið er en veðrið er að ná sínum hæstu hæðum og verður þannig fram yfir miðnætti þannig að við erum á varðbergi og erum í startholunum,“ sagði Stefán. Hann sagði veðrið vera verst í Hrútafirði og Húnavatnssýslu en veðrið hafi verið snælduvitlaust á svæðinu öllu. Hann búist við því að veðrið fari að lægja upp úr miðnætti. „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér.“ Rafmagni sló út á svæðinu um miðjan daginn í dag og hefur enn ekki náð að koma því aftur á. Stefán sagði óvíst hvenær hægt verði að koma rafmagni aftur á. „Nei, við höfum í raun ekki hugmynd um það. Sauðarkrókslínan fór hér út og Sauðárkrókur er rafmagnslaus. Stór hluti af Húnavatnssýslunni og Skagafjörður allur er rafmagnslaus. Ég veit að það er verið að vinna í þessu, finna bilunina og koma varaafli á. Hvenær það verður höfum við ekki hugmynd um,“ sagði Stefán Vagn. Mikið átakaveður hefur verið víða um landið og þá sérstaklega á Norðurlandi og Vestfjörðum.stöð 2 Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, segir að veðurofsann muni lægja hægt, þetta sé ekki stormur sem lygnir snögglega. „Það má segja að það sé bálhvasst, það er óveður og sums staðar er ofsaveður, í öllum landshlutum vestan við línu sem að má í grófum dráttum draga á milli Eyjafjalla og Langaness. Veðrið er nálægt hámarki á vestanverðu landinu það nær líklega hámarki á höfuðborgarsvæðinu innan einnar til tveggja klukkustunda og fer þá að ganga niður en það gerist ofskaplega hægt. Þetta er bara þannig stormur að það lygnir ekki snögglega og það verður hvasst í alla nótt,“ sagði Haraldur. Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði, segir að veðrið sé nálægt því að ná hámarki á vestanverðu landinu.stöð 2 Hann sagði að hvessa tæki fyrir austan og á Norðurlandi eystra í nótt og í fyrramálið og þar nái stormurinn hámarki þegar líða tekur á nóttina. Þá er spáð hörkufrosti þegar líða tekur á vikuna og ef marka má veðurkort verður víða hátt í tuttugu stiga frost á landinu. Þessa spá staðfesti Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það verður hörkufrost á eftir þessu skoti og það frystir um allt land og verður víða tíu til tuttugu stiga frost og þannig verður það eins langt og séð verður. Það gæti verið skynsamlegt að hreinsa burtu krapann áður en það frystir.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun tók í gildi klukkan sjö í morgun á Norðurlandi Vestra og tók veður að versna. Mikil ofankoma fylgir lægðinni og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á svæðinu í hádegisfréttum Bylgjunnar að snjódýpt í fjöllum gæti náð allt að þremur metrum. Hann sagði einnig að gangi spár eftir verði veðrið það versta í manna minnum. Verkefnum björgunarsveita á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum tók að fjölga upp úr hádegi en rauð veðurviðvörun var sett á Norðurland vestra, Norðurland eystra og á Strandir. Ekki er búist við að óveðrið gangi niður að öllu leyti fyrr en í fyrsta lagi á hádegi á morgun. Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. „Þetta hefur gegnið ágætlega hjá viðbragðsaðilum í dag. Viðbragðsaðilar voru búnir að undirbúa sig í dag og vissu alveg á hverju þeir áttu von,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ekkert stórt hefur komið upp enn sem komið er en veðrið er að ná sínum hæstu hæðum og verður þannig fram yfir miðnætti þannig að við erum á varðbergi og erum í startholunum,“ sagði Stefán. Hann sagði veðrið vera verst í Hrútafirði og Húnavatnssýslu en veðrið hafi verið snælduvitlaust á svæðinu öllu. Hann búist við því að veðrið fari að lægja upp úr miðnætti. „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér.“ Rafmagni sló út á svæðinu um miðjan daginn í dag og hefur enn ekki náð að koma því aftur á. Stefán sagði óvíst hvenær hægt verði að koma rafmagni aftur á. „Nei, við höfum í raun ekki hugmynd um það. Sauðarkrókslínan fór hér út og Sauðárkrókur er rafmagnslaus. Stór hluti af Húnavatnssýslunni og Skagafjörður allur er rafmagnslaus. Ég veit að það er verið að vinna í þessu, finna bilunina og koma varaafli á. Hvenær það verður höfum við ekki hugmynd um,“ sagði Stefán Vagn. Mikið átakaveður hefur verið víða um landið og þá sérstaklega á Norðurlandi og Vestfjörðum.stöð 2 Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, segir að veðurofsann muni lægja hægt, þetta sé ekki stormur sem lygnir snögglega. „Það má segja að það sé bálhvasst, það er óveður og sums staðar er ofsaveður, í öllum landshlutum vestan við línu sem að má í grófum dráttum draga á milli Eyjafjalla og Langaness. Veðrið er nálægt hámarki á vestanverðu landinu það nær líklega hámarki á höfuðborgarsvæðinu innan einnar til tveggja klukkustunda og fer þá að ganga niður en það gerist ofskaplega hægt. Þetta er bara þannig stormur að það lygnir ekki snögglega og það verður hvasst í alla nótt,“ sagði Haraldur. Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði, segir að veðrið sé nálægt því að ná hámarki á vestanverðu landinu.stöð 2 Hann sagði að hvessa tæki fyrir austan og á Norðurlandi eystra í nótt og í fyrramálið og þar nái stormurinn hámarki þegar líða tekur á nóttina. Þá er spáð hörkufrosti þegar líða tekur á vikuna og ef marka má veðurkort verður víða hátt í tuttugu stiga frost á landinu. Þessa spá staðfesti Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það verður hörkufrost á eftir þessu skoti og það frystir um allt land og verður víða tíu til tuttugu stiga frost og þannig verður það eins langt og séð verður. Það gæti verið skynsamlegt að hreinsa burtu krapann áður en það frystir.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent