Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 09:59 Björgunarsveitarmenn við leit í Sölvadal. landsbjörg Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær en hans er enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina.Sjá einnig: Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Reiknað er með að hóparnir úr Reykjavík verði komnir til Akureyrar um klukkan tíu en hópar frá Blönduósi eru komnir á slysstað. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Vísir/hjalti Einnig verða aðgerðastjórnendur frá suðvesturhorninu sendir norður með flugi klukkan tíu. „Bæði til að aðstoða við leitina og aðstoða á svæðinu til að koma innviðum í samt horf,“ segir Jónas. Rafmganslaust hefur verið víða á Norðurlandi síðustu sólarhringa vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Krapi, snjór og snjóflóðahætta Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Hún er nú til taks á Akureyri. Hin þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, lenti aftur í Reykjavík í morgun. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær en hans er enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina.Sjá einnig: Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Reiknað er með að hóparnir úr Reykjavík verði komnir til Akureyrar um klukkan tíu en hópar frá Blönduósi eru komnir á slysstað. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Vísir/hjalti Einnig verða aðgerðastjórnendur frá suðvesturhorninu sendir norður með flugi klukkan tíu. „Bæði til að aðstoða við leitina og aðstoða á svæðinu til að koma innviðum í samt horf,“ segir Jónas. Rafmganslaust hefur verið víða á Norðurlandi síðustu sólarhringa vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Krapi, snjór og snjóflóðahætta Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Hún er nú til taks á Akureyri. Hin þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, lenti aftur í Reykjavík í morgun.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30