Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 13:20 Björgunarsveitarfólk úr Hjálparsveit Skáta í Kópavogi á ferðinni á leiðinni norður í landi í nótt. @hjalparsveitskataikopavogi Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira