Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 15:37 Innan í dönsku herflugvélinni sem ferjar fólkið norður í land. @hjalparsveitskataikopavogi Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira