Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 17:45 Björgunarsveitarmenn sinna útkalli á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagskvöld. vísir/vilhelm Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira