Norskir fjölmiðlar fjalla um leitina við Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 09:22 Afar erfiðar og krefjandi aðstæður hafa verið í og við Núpá en vonast er eftir skaplegra veðri í dag. vísir/tpt Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59
Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03