Mótmælendur myrtu sextán ára dreng hrottalega Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 11:53 Frá mótmælum á Tahrir-torgi í gær. AP/Khalid Mohammed Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur. Írak Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur.
Írak Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira